Kærleikur

Virðing

Aðeins sá sem ber fullkomna virðingu fyrir sjálfum sér er fær um að virða aðra. Virðing er hvernig þér líður gagnvart einhverjum. Að hafa virðingu fyrir einhverjum þýðir að þú hugsar góða hluti um einhvern,  eða um hvernig hann / hún starfar.

Þeir hlutir sem ég virði í sjálfum mér, mun ég virða í öðrum.
Kærleikur er fjölþætt orð á meðan að Ást er á milli einstaklinga.

Kærleikur er mjög sterkt afl fyrir þjóðfélagið að vinna í  og hjálpar til að þjóðfélagið dafni á ánægjulegan hátt. Eitt sterkasta orð kærleiks er: sameiginlegur.


Verkefni mitt í lífinu er meðal annars að sýna af mér kærleik til annarra og verða hvetjandi til þess að þeir sömu geri það á sama hátt.

Verkefni mitt í lífinu er heldur ekki bara til að lifa af, heldur að dafna í mér og með öðrum. Gera það með mikilli ástríðu. Sýna öðrum samúð. Ásamt því að vera hjálpsamur.


Lífsleikur


Kærleikur minn byggist á trúna á Guð. Einnig á því að hafa upplifað að yfirnáttúruleg vera sem ég kalla Engil, hafi heimsótt mig sem drengur og talað við mig.


Guð er til sem vera sem mér er ómögulegt að skilja hvernig er útlítandi. Vissulega hef ég lesið margt um þetta málefni, bæði sem er trúarlegt og heimspekilegt, sem og um málefni þeirra sem eru ótrúaðir. Reynslan í lífinu gefur þó meiri tækifæri að skilja lífið frekar. Kærleikur er að vera hjartahlýr og láta það í ljós með gjörðum mínum í lífinu. Fyrir mér er kærleikurinn kjarni tilveru minnar. Að láta í ljós kærleik gefur mér tækifæri til að efla mig sem manneskju í lífi mínu, sem og gera tilraun til að stuðla að því góða til annarra.


Þó ég sé trúaður merkir það ekki endilega að ég fari í kirkju og hlusti á messu. Frekar nota ég trú mína til að efla mig sem manneskju eins og að læra að nota kærleikann í lífi mínu innan um annað fólk.Sem trúandi á Guð sé ég siðferðisreglur trúarinnar sem gildi til að taka með í gegnum lífið en ekki sem reglur. Siðferði það sem Kristnin byggir á er ljúft, fallegt og ætlað til að hjálpa okkur áfram. Inn í kærleiksgildin tengjast ýmis gildi eins og virðing, heiðarleiki og traust tildæmis. Inn í þau gildi tengjast svo önnur eins jákvæðni og samkennd, hjálpsemi og fleiri. Sumir vilja taka þessi gildi með sér í gegnum líf sitt án þess að vera trúað. Ber að virða þá ákvörðun.


Jákvæðni er grunnurinn að því að ég vilji tjá mig daglega í lífinu með hinum gildunum að leiðarljósi. Ég reyni þannig alltaf að vera jákvæður, sem er frumskilyrði.


“Ég er góður ég er trúr, ég er sannur, ég er kærleiksríkur” hversvegna koma þá slæm atriði fyrir í lífi mínu? Hversvegna koma mjög slæm atriði fyrir sumar manneskjur. Það er erfitt að skilja þessa spurningu og svara henni. En ég tel að Guð gefi okkur líf hér á Jörðu með tækifærum til að læra, velja og hafna. Ef eitthvað slæmt kemur fyrir mig þá tek ég það með mér inn í lífið til að læra af því. Sumu vil ég gleyma en geri það þó aldrei alveg heldur tek þau atriði með inn í reynslubankann sem er kafli lífstímans í heila mínum. Sumt af þeim atriðum get ég þá sótt til að bera saman þegar að ég þarf á að halda varðandi það sem er að koma fyrir mig. Hverju get ég breytt? Hvað get ég gert betur?
Ég reyni mitt besta til að bera með mér virðingu, viðhafa traust til annara, vera heiðarlegur og vera jákvæður.


Vissulega kemur það fyrir að maður geri mistök. En þá veit maður af þeim og kann að vinna úr þeim. Eins og tildæmis ef biðjast þarf fyrirgefningar á einhverju. Lífið er til að læra af því.

Lífsklukkan tifar.

Hvert andartak núvitundar minnar skiptir mig máli. Hvert skref sem ég vel með gjörðum mínum. Í dag tók ég þá ákvörðun um að láta hugann reika. Hugsa vandlega og sjá hvað kemur út úr því. Í dag varð til vísan í þá framtíð sem ég valdi mér út frá því.

Í gær valdi ég að vinsa burt það slæma og setja það góða á fremri blaðsíður minningana. Eitthvað til að fara eftir og byggja út frá. Það slæma fer þó í bók minningana til að geta séð og munað hvað ég vill ekki og skilja að ég get lært út frá því. Það er gott að eiga kost að hafna og velja annað í staðinn. Ég ætla að læra hvernig ég get breytt því á þann veg að snúa því á veg hins betra. Allt sem kemur fyrir, fer með mér í gegn um líf mitt.

Ég veit hvað ég vill læra og framkvæma. Veit hvaða líðan ég vill hafa. Sú líðan er ljúf og góð. Ég skil líka að ég á engan einkarétt á þeirri líðan, en veit að ég get þó gert mitt besta til að tjá mig um hana þannig að öðrum geti liðið eins vel og mér. Ég veit að sá kraftur fer með mér í gegnum lífið og að ég verð að vinna ötullega til að halda honum í mér og að öðrum. Lífið er vinna.

Ég geri mitt besta til að tjá mig um framkomu mína og skilja að gjörðir mínar geta skipt máli fyrir aðra alveg eins og mig. Mig langar til að ljómi minn sjáist og hann fái aðra til umhugsunar. Ég er alveg óhræddur að tjá mig um líðan mína. Ég geri mitt besta en get þó ekki komið í veg fyrir að mér einhversstaðar á lífsleiðinni verði á einhver smá mistök. Ég er jú mannlegur. Ég veit þó að vegna þessa lífskrafsts míns og skilnings á ég auðveldara með að skilja hvað ég gerði rangt og auðveldara með að lagfæra það og biðjast afsökununar, gerist þess þörf.

(orðtækið í gær getur hér verið fyrir mörgum árum, vikum, dögum, eða bara í gær).
(í dag getur þannig verið hver stund sem gerist næst á eftir orðaksins: í gær).
                                                                                                                                                                                           Guðni Karl Harðarson