Traust

Heiðarleiki


Heili okkar er ótrúlegt fyrirbæri sem í myndast milljónir taugatengingar daglega.

Gegnum huga okkar fara þannig milli 80 til 90 tilfinningar daglega. Á venjulegum degi er ekki óalgengt að um hugann fari um það bil 35 jákvæðar tilfinningar, 19 hlutlausar og 30 neikvæðar tilfinningar. Sem er þó mismunandi eftir því hvernig dagurinn verður.

Hinsvegar má áætla að manneskja sem vinnur daglega undir stöðugu áreiti auki neikvæðar tilfinningar sínar töluvert. Og rökrétt er að segja að tilfinningarúm þeirra fari oft vel yfir 100 á dag með neikvæðum hluta þess hækkandi.

Að byrja í nýju erfiðu starfi getur ollið fólki miklu tilfinningaróti. Tökum tildæmis störf þingmanna til athugunar varðandi þetta viðfangsefni.

Nýr þingmaður með enga reynslu myndar ótal tilfinningar í huganum daglega. Til að byrja með geta þeir tildæmis fundið fyrir eftirvæntingu, hungri, unaði, ánægju, verða upplýst, sjálfstraust.

Einnig myndast í huga þeirra reiði, hræðsla, iðrun, taugaveiklun, vandræðagangur, gremja, undrun, áhyggjur, samúð og fleira.

Sökum eðli vinnustaðar þess sem alþingi er þá má ætla að ýmsar neikvæðar tilfinningar myndist í huga þingmanna svo sem fyrirlitning, biturð, leiðindi, hroki, forðast eitthvað, þunglyndi, vonbrigði, öfund, hatur, óþolinmæði, ófullnægja, erting, leyndarhyggja, neikvæðni og paranoia.

Hugsið ykkur alla þá möguleika hvernig þessar, jákvæðu, hlutlausu og neikvæðu tilfinningar geta blandast saman. Hugur þingmannsins getur stokkið úr ánægju yfir í undrun eða vonbrigði, allt á sömu mínútunni. Og þeir hugsa oft ekki einu sinni um það né taka eftir því. Allt vegna þess hvað gengur á í þingsal.

Þingmenn verða því að læra á að loka fyrir tilfinningarnar svo þær sjáist ekki fyrir almenningi. Þannig sér almenningur oft ekki hvað hefur gengið á og hefur gengið á, þegar horft er á útsendingu í sjónvarpi.

Ég hef satt best að segja haft miklar áhyggjur af þessum vinnustað sem þingið er. Ég hef verið að senda og hvetja þingmenn að taka jákvæðnina með sér og góð gildi. Ég er einnig með þessa vefsíðu sem er jú ætlað fyrir fólk að hvetja sig áfram ef vill.

Mikilvægt er að þingmenn skilji þessi mál! Þannig séð skipta gildin mjög miklu máli því innan þeirra getur myndast ákveðinn kjarni og þingmenn fókusa betur á gildi, virðingu, traust og heiðarleika og skilja hvað þau skipta miklu máli til að geta hreinsað burt allar óæskilegar tilfinningar og vinna í gildunum út frá því.

Vinnum í því að breyta stjórnskipan til að létta störf þingmanna.

Y
Heiðarleg manneskja er einlæg, lýgur ekki, stelur ekki og svindlar ekki. Heiðarleg manneskja hefur gott siðferði. Samskipti heiðarlegrar manneskju við aðra byggist á að góðri hegðun.

Heiðarleg manneskja þarf ekki að segja frá eða að tjá sig að hún sé heiðarleg, heldur sést allur heiðarleiki í gjörðum hennar.

Ósvikinn
og
sannur

Hlustaðu
og
hugsaðu
Hvað er Traust?

Það eru ýmiss atriði sem tengjast gildinu TRAUST

Samskipti manna

Í hugtakinu Traust felast nokkur Gildi sem tengjast því beint og óbeint. Tildæmis hefur orðið "Virðing" mjög sterk áhrif á að vinna að Trausti. Einnig skiptir orðið "Heiðarleiki" mjög miklu máli til að vekja Traust og viðhalda því. Í nánar samskiptum skiptir "Kærleikur" eins og innan fjölskyldna.

Það sem óbeint getur talist er tildæmis hvernig hægt er að lesa manneskju eins og með hvernig líkamstjáningu hennar er.

Sumir vilja meina að það taki langan tíma að byggja upp Traust en það geti síðan verið auðvelt að glata því og það geti jafnvel gerst á mínútu einni. Sjálfur er ég frekar ósammála þeim skoðunum að því leyti til að Traust byggist frá fyrstu kynnum að mínu mati og hafi þann eiginleika að vera öflugt strax. Hinsvegar tel ég að þó það sé auðvelt að glata trausti og það geti gerst mjög snökkt, þá eigi í flestum tilfellum að vera hægt að byggja það upp aftur. Er það vegna þeirrar trúar minnar að manneskjan sé í eðli sínu góð og vegna þess að ég tel mig vera bjartsýnismann að eðlisfari, í stað þess að vera svartsýnismaður.

Að vera í samskiptum við manneskju sem er mikið í nálægð nær daglega þarf að vera hægt að fyllilega treysta henni frá fyrstu kynnum. Þannig fer orðið TRAUST í gang strax í byrjun. Þannig má eiginlega segja að fullt Traust vakni strax og einnig geti glatast strax.

Ágætt dæmi um hvernig TRAUST virkar er þegar að atvinnurekandi er að ráða manneskju til starfa. Hann leitar eftir konu/manni sem hann telur sig geta treyst þeirra í milli. Til þessara eiginleika leitast atvinnurekandi eftir manneskju sem hann telur sig geta náð gagnkvæma virðingu og heiðarleika við í starfinu. Þannig fer gagnkvæmt TRAUST-ið í gang strax í fyllstu virkni.

Segja má að ég sem ný-ráðinn starfsmaður þurfi að sýna að ég sé traustsins verður, þá þurfi ég að passa upp á að ég glati ekki því trausti sem mér er sýnt. Einnig þarf ég að geta treyst því að atvinnurekandinn standi við allt það varðandi þau atriði sem starfið hefur upp á að bjóða, eins og vinnuastöðu, samskipti og laun. Traustið er því gagnkvæmt. Sem er eitt aðal atriðið.

Hinsvegar gega komið upp á smá árekstrar í starfi sem geta orðið til þess að smá traust glatist. En það þarf þó ekki endilega að verða til þess að öll góð samskipti glatist, heldur getur gerandinn beðist afsökunar og lofað að slíkt komi ekki fyrir aftur. Þá þarf hann síðan að sýna fram á að það gerist ekki aftur.  Ef vantraust er af gjörðum sem tengjast vanvirðingu á einhvern hátt þá getur verið auðveldara að byggja upp Traust á ný. Ef það hinsvegar er alvarlegra, eins og tildæmis vegna óheiðarleika þá er miklu erfiðara að vekja traustið á nú og líklegast má telja að allt traust sé horfið og manneskjan hætti í starfinu.

Traust í stjórnmálum

Þegar að kjósandi velur sér stjórnálamann ætti það að öllu eðlilegu að vera vegna þess að frambjóðandinn sé traustvekjandi. Þannig hefur kjósandinn einhverja reynslu af manneskjunni sem býður sig fram að hún sé heiðarleg, virðingarverð og réttlát. Trúi því að hún haldi því TRAUSTi sem hún hafi fengið. Þetta er þó alls ekki algilt heldur hitt að kjósandinn velur sér manneskju sem hefur góðan loforðalista tildæmis. Einnig koma flokkar og stjórnmálaflokkar þar mikið við sögu.

Í stjórnmálum skiptir heiðarleikinn mjög miklu máli. Stjórnmálamaður sem er óheiðarlegur er einn sá fyrsti sem glatar trausti því sem honum er sýnt.

Einnig skipta loforðin mjög miklu máli og mikilvæg að sýna fram á að staðið sé við þau. Eitt það sem rekst mikið á er að ef loforðin stangast á við stefnu flokksins sem frambjóðandinn býður sig fram í. Það er algengt að slíkt gerist hér á Íslandi.

Flokkar sem hafað lofað ýmsu eiga auðvitað að standa við loforðin að óbreyttu. Ef ekki þá getur það orðið til þess að traust glatist. Glatað traust í stjórnmálum ætti venjulega að verða til þess að öllu óbreyttu að leiða til falls,  sérstaklega ef sýendurtekið er.

Hvað  Alþingi varðar þá helgast vantraust fólks á störfum þess vegna ýmissa atriða. Telja má upp hvað gerist á þinginu, eins og hverni störfum þess er háttað. Öll frammíköllin, reiðin, fúkyrðin, vanvirðingin og jafnvel óheiðarleikann sem stundu sést þar. Einnig hversu stundum lítið kemur út úr störfunum. Meðal annars vegna ótrúlegra síendurtekinna atriða í máli þingmanna og einnig tafinar sem þingmenn bregða fyrir sér ef þeir vilja koma í veg fyrir aða mál komist í gegn á þinginu. Með þeim atriðum mætti telja að  slíkt geti talist til tengingar á óheiðarleika.

Og eins og segir þá er það ein aðal orsök sem leiðir til vantrausts að þingmenn hafi glatað virðingu sinni. Samt kemur það fyrir að við veljum okkur nýja þingmenn til starfa inn á þingið án þess að nokkur breyting hafi verið gerð á þinginu eða jafnvel heiðarleg tilraun til þess að breyta.

Nýir þingmenn eiga því marg oft til að hvarta um hvernig vinnuumhverfi þeir koma inn í. Má tildæmis nefna þegar að nýir þingmenn ákváðu að setja í gang óformlegt jákvæðni félag á þinginu. En inni í slíku félagi (sem fundir eru jú óformlegir utna sjálfra þingstarfa sem stendur) ætti að vera unnið að því að finna út hvernig þeir geti komið á skilvirkara ogl júfara starfsumhverfi. Augljóslega þarf að brjóta upp þetta neikvæða mynstur og gjöra gangskör í þvi að breyta þarna inni. Til þess þarf að hafa þor til að breyta stjórnkerfinu.

Eitt af mikilfvægum atriðum sem þingmenn þurfa að hafa í huga er gagnkvæm virðing. Þannig þurfa þeir að sýna því fólki sem kaus þá fyllstu virðingu sem getur tildæmis tengst því að hafa góð samskipti við kjósandann. Sama úr hvaða flokki þeir koma. Jákvæðni er eitt af frumskilyrðum þess að fólk geti átt samstarf sín í milli. Að grunninn til eru öll góðu gildin innan jákvæðninnar og ætti að beina sjónar að því að vinna út frá þeima gildum sem þar eru.

Gerum stjórnmálin á Íslandi mannúðlegri!                                                                                                Guðni Karl Harðarson