JÁKVÆÐNI

Ávinningurinn af því að lifa jákvætt.


Hvað er að vera jákvæður og hvernig það nýtist í lífinu?Jákvæð sálfræði er nýleg grein sálfræðinnar sem fundin var upp og sett saman árið 1998 af Martin Seligman og Mihaly Csikszentmihalyi: "Við teljum að sálfræði framkvæmd um jákvæðni manna  muni rísa upp, sem snýr að vísindalegum skilningi og árangursríkum aðferðum til að byggja upp dafnandi einstaklinga, fjölskyldur, og samfélög. "[1] Jákvæðni sálfræðingar leita" að finna og hlúa að snilli og hæfileika til að gefa venjulegu lífi meiri uppfyllingu ", [2] frekar en bara að meðhöndla geðveiki. Jákvæð sálfræði er fyrst og fremst umhugað um að nota sálfræðilegar kenningar rannsóknir og íhlutunar aðferðir til að skilja það jákvæða, aðlögunarhæfni, skapandi og uppfylla tilfinningalega þætti manna"
http://en.wikipedia.org/wiki/Positive_psychology

Markþjálfun er aðferðafræði sem miðar að því að laða fram það besta sem býr í hverjum manni.
http://www.evolvia.is/markthjalfun/


Sálfræði hefur alltaf haft áhuga á því sem í  lífi fólks hefur farið úrskeiðis og orsakir þess. Sjúkdómar eins og þunglyndi eru vel skjalfestir og hegðunarmynstur þunglyndis vel þekkt. Hinsvegar hefur það verið ráðgáta þar til nýlega hvað gerir fólk hamingjusamt og hvernig það nær innri hamingju og velferð.

Þátttakendur í rannsóknum á jákvæðri sálfræði rannsaka fólk sem lifir jákvætt og reyna að læra af þeim, í því skyni að hjálpa öðrum til að ná hamingju. Jákvæð sálfræði hefur þannig orðið að skipulegum vísindalegum rannsóknum í seinni tíð.

Jákvæð hugsun er einn þáttur í jákvæðri sálfræði. Að umlykja sjálfan sig með góðum lífsstíl og efnisþáttum þess kann að virðast leiða til hamingju, en hvernig hverrar persónu líður í raun fer eftir hvað gengur á inni höfðinu. Þegar persónan velur þá leið að hugsa jákvætt, hreinsar hún í raun sjálf í burt neikvætt sjálftal.

Til eru ýmsar tjáningarleiðir jákvæðni, eins og tildæmis:

1. Persónutengdar sem miða við losun streytu eins og að hlæja á ýmsan hátt, Sem næst fram með góðri æfingu. Getur verið með sérstökum jógaæfingum.


2. Segja sjálfum sér að hann/hún sé frábær og indisleg/ur í byrjun dags til að hvetja sig inn í daginn.


3. Gildismetin jákvæðni sem tengist ýmsum mannlegum gildum, bæði trúarlegum og þeim sem ekki tengjast beint trúnni. Það er að temja sér ýmiss góð gildi til að hafa með sér í gegnum lífið. Sem hjálpar til að takast á við jákvæðnina.

dæmi um gildismetna jákvæðni:
sjálfsþekking, jafnaðargeð, réttsýni, örlæti, gleði, kærleikur, umhyggja, góðvild, þakklæti, auðmýkt, innsýn, sjálfsskoðun og fleira.

Neikvætt sjálftal er eitt af stærstu hindrunum þess að ná fram jákvæðum hugsunum. Fólk er þannig orðið svo vant að hugsa neikvætt að ósjálfrátt í meðvitundinni mun hugur þeirra sem hugsa neikvætt draga þá niður, jafnvel þó þeir hafa ekkert gert neitt rangt. Þetta fólk er óöruggt, afsakar sig óhóflega og er óákveðið. Eitt af því verra er að þeir opna dyrnar að fjölmörgum streitutengdum vandamálum. Neikvæðni getur þannig orsakað efnaskipti í líkamanum sem tilheyrir streituvandamálum.

Þunglyndi er fólgið í veikindum með líkamlegum og andlegum heilsuþáttum. Hinsvegar bendir allt til þess að sumir sem tækla lífið með jákvæðum viðhorfum hafi einhverntíma fundið fyrir einhverjum þunglyndis tilfinningum. Samt getur persónuleg jákvæð sálfræði verið mjög gagnleg við meðhöndlun þunglyndis. Það er gert með að fólk fækkar skipulega neikvæðum hugsunum en fókusar í staðinn á jákvæðar hugsanir með það í huga að auka þær skipulega. Það getur einnig hjálpað til við að stöðva neikvæðar venjur og hugsanir sem eru algengar í þunglyndi. Gildismetin jákvæðni er einna öflugust meðal annars vegna þess að hún hjálpar fólki að tengja gildi við líf sitt jafnframt því að losa sig við neikvæðnina. Samtenging þessara þátta er þó sterkust og þeir sem ná henni eru orðnir færir í að losa neikvæð vandamál úr lífi sínu.

Vísindalegar rannsóknir sýna einnig að það er bein tengsl milli streitu og ónæmiskerfisins. Þegar fólk er að upplifa tímabil streitu og neikvæðni dregur ónæmiskerfi líkamans úr vörn hans við árásum frá bakteríum og veirum. Þetta leiðir til aukningar á sýkingum, svo sem eins og kvef. Með Jákvæðum viðhorfum á lífið nær fólk fólk að eflast  og getur auðveldar tekist á við alvarleg veikindi. Að tækla sjúkdóma eins og krabbamein með bjartsýni og sjálfstrú hefur sýnt hafa jákvæð áhrif á bata og hæfni þess til að þola meðferð.
Reynslan hefur þannig sýnt að  jákvæðir hugsuðir fá sjaldnar hjarta eða æðasjúkdóma, meðal annars vegna þess að þeir hafa tilhneigingu til að hafa lægri blóðþrýsting en þeir sem stunda ekki jákvæða hugsun. Heilsuhagur nær til tilfinninga líka. Bjartsýnismenn munu hafa betur líkamlega og andlega velferð og betri færni til að takast á við streitu og erfiðleika.

Það er mikilvægt að muna að þeir sem að hafa jákvætt hugarfar mun síður hætta á að slæmir hlutir gerist. En það gefur tækifæri til að bregðast við slæmum aðstæðum. Stundum getur þó jákvæðni kunnátta orðið ekkert meira en að neita að gefast upp fyrir neikvæðum hugsunum og losa sig við ótta.

Fyrir sumt fólk er jákvæð hugsun alltaf eðlileg. En sumir geta þjálfað sig í henni og náð fram hamingju í lífi sínu. Öðrum er nauðsynlegt að leita aðstoðar sérfræðings til að hjálpa sér á rétta braut. Að fara á markþjálfunar námskeið gæti verið hluti af því. Aðir þurfa að leita sálfræðings.

Að losa sig við neikvæðar hugsanir og temja sér jákvæðar í staðinn er góð byrjun.

Guðni Karl Harðarson


Jákvæð áhrif

Sem segir að mesta viskan sé sú að jákvæður maður sem er langt kominn í jákvæðni sinni eigi best með að þekkja viskuna þegar hún verður til í huga hans.

Það má líklega fullyrða það með nokkri vissu að mjög jákvæður maður sækist eftir að opna huga sinn og efla sig í lífinu, því að lifa í stöðnun er ekki þægilegt líf. Hann sækist alltaf eftir nýjungum og sí-breytilegu lífi. Hann skilur hvað skiptir máli. Það sé aðeins hvernig hann hafi áhuga að gera það. Einsamall, innan fjölskyldu eða með öðrum.

Að treysta á hið góða hjálpar hugljúfri manneskju að sækjast eftir að efla hugann og hún fylgir því og áttar sig á því þegar að það gerist.
Margt fólk tengist jákvæðninni útfrá góðum gildum. Sumt er trúað og notar tildæmis einkunnarorðin TRÚ - VON og KÆRLEIKUR í lífi sínu. Tengja jákvæðnina inn í þau atriði, fylgja og lifa útfrá því. Sumir vilja meina að kærleikur geti verið utan trúar. Ætla ég ekki að commenta á það hér í þessari grein en fullyrði að það er til gott fólk þó það sé ekki trúað. Sjálfur er ég það sem ég kalla reynslutrúaður. Ég tel að lífsreynslan tengist trúnni sterkum böndum og er þáttur á að virkja hana í að efla sig sem jákvæða og góða persónu.

Að lifa lífinu án þess að átta sig á fullu hvað skiptir mál verður til þess að fólk líður áfram í gegnum lífið bara eins og það sem gerist án þess að hugsa um það sérstaklega. Það sækist ekki eftir neinu sérstöku heldur bara flýtur með. Sem gæti orðið til þess að erfitt væri að takast á við áföll þegar að þau gerast. Eða átt það til að falla inn í neikvæðnina. Svartsýnis manneskja skýrir oft jákvæða viðburði sem tímabundna og hugsa að þeir séu ekki varanlegir eða komi fyrir eftir ekki neinum sérstökum reglum. Þeir gerist bara. Þannig persónur taka frekar eftir neikvæðninni og áföllunum og lifir svo út frá því. Aðrir taka jákvæðninni sem lífsnámi og eru alltaf að efla sig í henni, eins og tildæis að vaka og hugsa um hana í öllum aðstæðum.
Jákvæð persóna áttar sig á að hún getur átt auðveldara að takast á við áföll, sem koma í lífinu fyrir alla. Tildæmis eins og að missa ástvini, slasast eða eitthvað slíkt. Svo gerist það jú oft að fólk á súra daga þar sem allt virðist kannski ömurlegt. En þeir sem hafa jú jákvæðnina að leiðarljósi kunna að takast á við það.
Þeir sem hafa hvað mestu lífsreynsluna hugsa mjög mikið um jákvæðni og læra mikið um hana. Svona eins og gerst nær fullnuma lífslærður eða þannig. Að vera lífslærður skiptir miklu máli því það opnar huga fólks fyrir ýmsum aðstæðum og það getur tjáð sig með sinni visku um hvað sé til ráða. Vitur maður áttar sig á því að hann getur haft mikil áhrif á góðan máta. Hann getur þannig verið eins og lífs-kennari ef svo má segja. En slíka kennara getur verið erfitt að sjá í þjóðfélaginu nema vita um þá fyrirfram. Sú kennsla getur legið að megin atriðum í að tjá sig meðal fólks. Nokkrir slíkir lífskúnsterar geta því verið töluvert afl til hins góða í þjóðfélaginu.
Mjög lífsreyndur og jákvæður maður hefur mikla dómgreind, kann að bregðast við í hverskonar aðstæðum, er athögull, er réttsýnn, er hughreistandi, hefur mikið innsæi, hefur mikla sjálfsvitund, hefur lausnamiðaða hugsun, mikla sköpunarhæfni og þráir að nýta hana til fullnustu. Er uppljómaður maður með glansandi ljúft andlit og góðlátleg augu.
Á þjóðfundi árið 2009 voru dregin fram þau mannlegu gildi sem þjóðin vildi byggja á. Þar kom greinilega fram sú framtíðarsýn sem þjóðin vill leggja áherzlu á. Þar voru nefnd atriði eins og: jafnrétti, virðing, kærleikur, sjálfbærni, heiðarleiki, réttlæti, menntun og fleira. Því miður hefur misjafnlega gengið að fara eftir þessum atriðum. Einmitt vegna þess hvernig sumt fólk tjáir sig með neikvæðninni.
Öll þessi atriði hér að ofan tengjast jákvæðninni. Það er tildæmis jákvætt að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Það þarf jú að byrja á að bera virðingu fyrir sjálfum sér til að hitt komi síðan. Segja má að sumir séu farnir að vinna sig áfram í þessum atriðum þó stjórnmálamenn kannski oft skilji ekki hvað þau skipta miklu máli og jafnvel gera grín að frumskilyrðunum, því sem undirlyggjandi er, sem er jákvæðnin.
Einn þáttur af jákvæðum manni gæti verið að vilja efla sig áfram, opna hugann með því að taka þátt í ýmsum atriðum sem gætu skipt máli í lífinu. Persónan gæti þannig verið stödd á þeim stað að vilja gerast sameiginlegur þátttakandi að góðum atriðum. Sameiginlegur grundvöllur getur tildæmis verið sá að fólk kemur saman og fókusar á þau atriði sem skipta máli. Að enginn sé undanskilinn. Þannig gæri þjóðfélagið eflt sig í þessum atriðum þegar fleiri og fleiri taka þátt.
Ljúfleiki, gleði, bros og hlý orð skipta þar mjög miklu mali. Einnig að tala saman og tjá sig hvernig og hvar þurfi að lagfæra. Eins og að tengja sama með öðrum atriði þau sem nefnd voru á þjóðfundinum og finna út hvar, hvernig, hversvegna þau vinna saman að jákvæðninni og eflingu þjóðarinnar og geta því tengt þau með okkur til að láta þessi atriði virka út um allt þjóðfélagið.
Besta verkunin er jú að þjóðféagið tóni allt saman. Þeir sem taka jákvæðnina fyrir alvöru átta sig á að hún skiptir mál fyrir aðra jafnt og það sjálft. Það eru því atriði tengt því sem fólk getur unnið saman ef vill. Hver og einn tekur sér sína ákvörðun í þeim málum. Það eru þeir lífsreyndustu sem ná lengst og svo bætist í hóp þeirra.
Viltu þú vera þátttakandi í slíku verkefni á einhvern hátt að efla þig sem manneskja. Það þarf ekki að kosta þig neitt!
Á hvaða leið ertu vinur? Þeirrar leiðar að efla jákvæðnina?

                                                                                                                                                                             
Guðni Karl Harðarson


Jákvæðni og  Neikvæðni 

Listinn

Jákvæð persóna


Segir við sjálfa sig þegar að vaknar á morgnana “ég ætla sko að eiga góðan dag”

Bregst alltaf við mótlæti með jákvæðu hugarfari

Er ljúf manneskja

Brosir mikið

Tjáir sig oft ljómandi

Er þægileg/ur í umgengni

Hefur skilning á vanmátt annarra

Er hjálpsöm/samur og bregst við með því að aðstoða hvar sem sér eitthvað slæmt gerast

Ber virðingu fyrir öðrum

Er traustvekjandi

Hefur skilning á þörfum annarra

Sér yfirleitt gott út úr öllu og á auðveldara með að finna það

Leitast eftir að tjá sig á jákvæðan máta

Talar yfirleitt ekki styggðaryrði til annarra persóna

Hugsar lang oftast ljúfar, fallegar og góðar hugsanir

Jákvætt fólk hefur yfirleitt góða nærveru sem verður til þess að aðrir vilja frekar þekkja þannig fólk

Tjáir sig alltaf ljúflega og notar ekki ljót né neikvæð orð

Er hamingjusamt fólk

Jákvætt fólk á auðveldara að njóta þess góða sem býðst í lífinu

Jákvætt fólk fær meiru framgengt úr áhugamálum sínum og á auðveldara með að takast á við viðfangsefnin

Jákvætt fólk dregst að öðru jákvæðu fólki
Neikvæð persóna


Segir oft við sjálfa sig: “'ég get þetta ekki”

Gefst auðveldlega upp ef eitthvað á bjátar og stendur á móti.

Drepur niður í sér hvatanum að halda áfram ef ekki næst eitthvað sem hún/hann er að reyna að framkvæma.

Er gripin vonleysi

Er kjarklaus

Dregst niður í volæði og vorkennir sjálfum sér

Tapar áttum og leiðist í að missa sjónir á markmiðum.

Bregst við mótlæti með döprum hugsunum

Neikvæð manneskja dregur oft að sér svipaðar persónur

Neikvæð persóna sýnir oft fráhrindandi líkamstjáningu

Neikvæðni getur gengið út í öfgar eins og:
bregst við með reiði, getur lent í að tjá sig með óviðurkvæmilegum máta eins og segja ljót orð og bölsótast út í aðra.

Bregst við ýmsum aðstæðum með því að reyna að brjóta aðra niður

Sýnir vanmáttakennd ef verður fyrir stöðugri höfnun
Dregur sig út úr samfélaginu

Líður mjög illa ef það meiðist og á erfiðara að taka á móti sársauka

Sýnir merki um hræðslu

Öfundar aðra

Sýnir óvirðingu